Mamma Mia! langvinsælasta mynd sumarsins?

BOB STRONG

Grín-spæjaramyndin Get Smart með þeim Steve Carrell og Anne Hathaway fer beina leið á topp bíólistans og hafa tæplega 7 þúsund gestir borgað sig inn á hana fyrstu fimm sýningardagana. Stóru fréttirnar á listanum eru þó þær að Mamma Mia! hefur sætaskipti við Leðurblökumanninn, en myndirnar skiptast á öðru og þriðja sætinu. Það þýðir að allt bendir til þess að Mamma Mia!, sem bætir sig töluvert á milli vikna, er líkleg til þess að skáka The Dark Knight sem vinsælasta mynd sumarsins – og yrði Ísland þá sjálfsagt eitt örfárra landa í hinum siðmenntaða heimi þar sem Blaki væri ekki sigurvegari sumarsins (þótt þetta gæti vakið efasemdir um hversu siðmenntuð við erum).

Nú hafa nefnilega 72 þúsund manns séð Mamma Mia! en „aðeins“ 60 þúsund Blaka – og virðast Meryl Streep og félagar á töluvert meiri siglingu.

Múmía, samsæriskenningar og Ástargúrúar slá ekki í gegn

Toppmynd síðustu viku, þriðja (eða fjórða ef Scorpion King er talin með) Mummy-myndin, fellur alla leið niður í fimmta sæti en getur þó huggað sig við að enn neðar er nýja X-Files myndin, sem nær aðeins sjötta sæti listans. Sú staðreynd að hún mátti láta sér hálfa stjörnu duga hjá gagnrýnanda Morgunblaðsins í gær bendir til þess að hún verði hér, líkt og ytra, stærsta „flopp“ sumarsins. Þar fær hún þó verðuga samkeppni frá Ástargúrú Mike Myers sem kúrir í níunda sætinu og herma illkvittnar raddir ytra að ferill Mike Myers hafi í kjölfarið verið sendur á gjörgæsluna.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir