París Hilton í vinaleit

París Hilton er vinsæl meðal ljósmyndara, og veit af því.
París Hilton er vinsæl meðal ljósmyndara, og veit af því. Reuters

Milljónamæringurinn og raunveruleikaþáttastjarnan París Hilton er stjarnan í nýjum breskum raunveruleikaþætti. Markmiðið er ekki að binda enda á hungursneyð eða stuðla að heimsfriði, heldur er París að leita sér að nýjum vin eða BFF (e. best friend forever).

Þátturinn gengur út á hóp fólks sem hefur það eitt að markmiði að verða besti vinur Parísar Hilton. París, sem margir vilja meina að sé drottning „ekki fréttanna“,  mun svo hafa það verkefni að losa sig við þá sem eiga ekki skilið að vera vinir hennar.

„Ég þarf vin sem er flottur, sem getur haldið í við mig og - það sem er mikilvægast af öllu - vin sem er sannur og mun ekki stinga mig í bakið,“ segir Hilton.

Paris Hilton's New Best Friend verður hluti af haustdagskrá ITV2. Um 85.000 manns sóttu um að fá að taka þátt í raunveruleikaþættinum. Ljóst er að margir eru kallaðir en fáir útvaldir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen