Andlit Iceland gjaldþrota

Breska popp­stjarn­an Kerry Kat­ona var í dag úr­sk­urðuð gjaldþrota en hún gat ekki greitt loka­greiðslu af rúm­lega 400 þúsund punda skatt­skuld, sem verið hef­ur að plaga hana und­an­far­in ár. Kat­ona er m.a. and­lit versl­un­ar­keðjunn­ar Ice­land, sem er að stór­um hluta í ís­lenskri eigu.

Kat­ona átti að greiða 82 þúsund pund af skuld­inni, jafn­v­irði rúm­lega 12,6 millj­óna króna. Hún hafði fengið greiðslu­frest en tókst ekki að standa í skil­um þegar til kom. Skatta­mál Kat­ona komu til kasta dóm­stóla í janú­ar og í júní sagði lögmaður henn­ar, að Kat­ona ætti von á nærri hálfr­ar millj­óna punda greiðslu í ág­ústlok. Pen­ing­arn­ir sáust hins veg­ar ekki.

Kat­ona er 27 ára göm­ul. Hún var alin upp á fóst­ur­heim­il­um og vann um tíma fyr­ir sér sem fata­fella. Hún hlaut hins veg­ar frægð ásamt stöll­um sín­um í söngtríó­inu Atomic Kitten og árið 2002 gift­ist hún popp­stjörn­unni Bri­an McFadd­en, söngv­ara Westli­fe, og þau eignuðust tvö börn.

Kat­ona hætti í Atomic Kitten þegar hún varð barns­haf­andi árið 2001 en hóf þá fer­il sem þátta­stjórn­andi í sjón­varpi. Síðla árs 2004 fór að halla und­an fæti. Þau McFadd­en skildu og Kat­ona átti við þung­lyndi og lyfja­neyslu að stríða. Hún lagðist inn á meðferðar­heim­ili og lýsti því yfir árið 2006 að hún væri laus úr viðjum lyfj­anna.

Árið 2007 gift­ist Kat­ona Mark Croft, sem starfaði sem leigu­bíl­stjóri. Þau eiga tvö börn. Hún hef­ur þó glímt við ýmsa erfiðleika og greind­ist m.a. með geðhvarfa­sýki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Skilaboð sem þér berast kunna að reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara eftir þeim. Brettu upp ermarnar og ljúktu verkinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Skilaboð sem þér berast kunna að reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara eftir þeim. Brettu upp ermarnar og ljúktu verkinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son