Andlit Iceland gjaldþrota

Breska poppstjarnan Kerry Katona var í dag úrskurðuð gjaldþrota en hún gat ekki greitt lokagreiðslu af rúmlega 400 þúsund punda skattskuld, sem verið hefur að plaga hana undanfarin ár. Katona er m.a. andlit verslunarkeðjunnar Iceland, sem er að stórum hluta í íslenskri eigu.

Katona átti að greiða 82 þúsund pund af skuldinni, jafnvirði rúmlega 12,6 milljóna króna. Hún hafði fengið greiðslufrest en tókst ekki að standa í skilum þegar til kom. Skattamál Katona komu til kasta dómstóla í janúar og í júní sagði lögmaður hennar, að Katona ætti von á nærri hálfrar milljóna punda greiðslu í ágústlok. Peningarnir sáust hins vegar ekki.

Katona er 27 ára gömul. Hún var alin upp á fósturheimilum og vann um tíma fyrir sér sem fatafella. Hún hlaut hins vegar frægð ásamt stöllum sínum í söngtríóinu Atomic Kitten og árið 2002 giftist hún poppstjörnunni Brian McFadden, söngvara Westlife, og þau eignuðust tvö börn.

Katona hætti í Atomic Kitten þegar hún varð barnshafandi árið 2001 en hóf þá feril sem þáttastjórnandi í sjónvarpi. Síðla árs 2004 fór að halla undan fæti. Þau McFadden skildu og Katona átti við þunglyndi og lyfjaneyslu að stríða. Hún lagðist inn á meðferðarheimili og lýsti því yfir árið 2006 að hún væri laus úr viðjum lyfjanna.

Árið 2007 giftist Katona Mark Croft, sem starfaði sem leigubílstjóri. Þau eiga tvö börn. Hún hefur þó glímt við ýmsa erfiðleika og greindist m.a. með geðhvarfasýki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur sannfært svo til hvern sem er um næstum hvað sem er í dag þú ert svo sannfærandi. Vinur þinn skiptir um skoðun og þú veist ekki hvað þú átt að gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur sannfært svo til hvern sem er um næstum hvað sem er í dag þú ert svo sannfærandi. Vinur þinn skiptir um skoðun og þú veist ekki hvað þú átt að gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup