Enginn vill taka á móti Glitter

Gary Glitter er víða óvelkominn.
Gary Glitter er víða óvelkominn. Reuters

Fyrrum glysrokkarinn Gary Glitter er kominn aftur til Taílands eftir að yfirvöld í Hong Kong meinuðu honum inngöngu í landið. Kínversk yfirvöld greindu breska utanríkisráðuneytinu að Glitter, sem heitir í raun Paul Gadd, yrði ekki hleypt inn í landið.

Glitter var vísað úr landi í Víetnam þar sem hann sat í fangelsi í tæp þrjú ár fyrir að hafa misnotað tvær ungar stúlkur kynferðislega.

Hann flaug til Hong Kong frá Bangkok eftir að hann neitaði að fljúga til Bretlands. Hann óskaði eftir því að vera lagður inn á sjúkrahús þar sem hann hafi fengið hjartaáfall.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson