Skilnaður gæti kostað Foster rúma tvo milljarða króna

Jodie Foster í The Brave One.
Jodie Foster í The Brave One.

Skilnaður leikkonunnar Jodie Foster við sambýliskonu sína, kvikmyndaframleiðandann Cydney Bernard, gæti kostað hana 25 milljónir dala, rúma tvo milljarða króna. Foster og Bernard slitu samvistum í maí eftir fjórtán ára samband. Samkvæmt slúðurritum var ástæða sambandsslitanna ástarsamband Foster við rithöfundinn Cynthiu Mort, sem skrifaði handritið að kvikmyndinni The Brave One.

Eignir Foster eru metnar á 100 milljónir dala og samkvæmt lögum getur Bernard farið fram á 25 milljónir dala í framfærslueyri þar sem helmingur eignanna eignaðist hún eftir að samband hennar og Berndard hófst, samkvæmt National Enquirer.

Sagt er að Foster vilji halda góðu sambandi við Bernard og býr sú síðarnefnda í íbúð í eigu Foster endurgjaldslaust. Foster á tvo syni  Charles, níu ára  og Christopher „Kit" Foster sex ára.  Hún hefur aldrei feðrað drengina og heimsækir Bernard drengina reglulega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar