Björk með tónleika í Langholtskirkju

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. mbl.is/Ómar

Björk Guðmundsdóttir, hljómsveitin Wonderbrass og Jónas Sen halda tónleika í Langholtskirkju næstkomandi þriðjudag. Um er að ræða síðustu tónleikana í Volta tónleikaferð Bjarkar. Tónleikarnir verða órafmagnaðir og á þeim kemur fram íslenski hluti hljómsveitar Bjarkar.

Flutt verða lög sem hafa verið uppistaðan í tónleikadagskrá Bjarkar á nýafstaðinni 17 mánaða tónleikferð þeirra um heiminn, en að sögn Einars Arnar Benediktssonar  vildi hún ljúka tónleikaferðalaginu á Íslandi. Tónleikarnir verða teknir upp og eru ætlaðir til útgáfu. Þeir verða um klukkustundar langir.

Miðasala verður á  midi.is, en einungis eru 300 miðar í boði. Miðasala hefst á mánudaginn klukkan 10, en miðaverð er 6000 krónur. Sæti verða ónúmeruð, húsið verður opnað kl. 17:30 og tónleikarnir hefjast kl. 18. Framkvæmd og skipulagning tónleikanna er í höndum Hr. Örlygs.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir