Í hverjum mánuði í vetur mun Ríkissjónvarpið endursýna eitt gamalt áramótaskaup.
Áhorfendur fá að kjósa hvaða skaup verður sýnt hverju sinni, líklega í netkosningu. Þá verða útbúnir stuttir fréttaannálar sem sýndir verða á undan endursýndu skaupunum þar sem farið er yfir þá atburði sem verið er að gera grín að.
Meðal nýrra íslenskra þátta hjá Ríkissjónvarpinu í vetur má nefna tvo spennuþætti og umfangsmikinn tónlistarþátt sem verður á dagskrá á laugardögum.