Fallegasti ólympíukeppandinn valinn

Leryn Franko kastar spjóti í Peking.
Leryn Franko kastar spjóti í Peking. AP

Fallegasti keppandinn á óympíuleikunum, sem lauk í gærkvöldi í Peking, var spjótkastarinn Leryn Franko frá Paragvæ. Það var að minnsta kosti niðurstaða ritstjórnar blaðsins Village Life, sem gefið var út í ólympíuþorpinu í Peking.

Væntanlega hefur þessi titill ekki komið Franko á óvart því hún hefur tekið þátt í fegurðarsamkeppni þar sem valin var ungfrú Paragvæ og hún var einnig með í keppninni um ungfrú bikiníalheim. 

Franko, sem er 26 ára gömul, gekk hins vegar ekki eins vel í spjótkastkeppninni á ólympíuleikunum. Hún keppti í riðli með Ásdísi Hjálmsdóttur og kastaði spjótinu 45,34 metra.  

Leryn Franko bíður þess að röðin komi að henni í …
Leryn Franko bíður þess að röðin komi að henni í spjótkastkeppninni. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir