Fallegasti ólympíukeppandinn valinn

Leryn Franko kastar spjóti í Peking.
Leryn Franko kastar spjóti í Peking. AP

Fallegasti keppandinn á óympíuleikunum, sem lauk í gærkvöldi í Peking, var spjótkastarinn Leryn Franko frá Paragvæ. Það var að minnsta kosti niðurstaða ritstjórnar blaðsins Village Life, sem gefið var út í ólympíuþorpinu í Peking.

Væntanlega hefur þessi titill ekki komið Franko á óvart því hún hefur tekið þátt í fegurðarsamkeppni þar sem valin var ungfrú Paragvæ og hún var einnig með í keppninni um ungfrú bikiníalheim. 

Franko, sem er 26 ára gömul, gekk hins vegar ekki eins vel í spjótkastkeppninni á ólympíuleikunum. Hún keppti í riðli með Ásdísi Hjálmsdóttur og kastaði spjótinu 45,34 metra.  

Leryn Franko bíður þess að röðin komi að henni í …
Leryn Franko bíður þess að röðin komi að henni í spjótkastkeppninni. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar