Góður dómur í Variety

Sólveig hefur hæfileika til að gera góða grínmynd segir Variety.
Sólveig hefur hæfileika til að gera góða grínmynd segir Variety. mbl.is/G. Rúnar

Kvikmyndatímaritið Variety birti á vefsíðu sinni mjög jákvæðan dóm um kvikmynd Sólveigar Anspach, Skrapp út og segir:  „...hin klikkaða grínmynd um hassreykjandi ljóðskáld og fríkaða vini hennar og fjölskyldu er lítill gleðipakki sem er rákaður af töfrandi augnablikum."

 Gagnrýnandinn Derek Elley hjá Variety segir Sólveigu hafa þá hæfileika sem þarf til að setja saman góða grínmynd og að þessi mynd eigi örugglega eftir að höfða til áhorfenda.

Myndin hlaut að auki Piazza Grande verðlaunin sem Variety veitti á Locarno kvikmyndahátíðinni í fyrsta sinn í ár. Þau verðlaun eru veitt myndum sem þykja bæði listrænt góðar og líklegar til að hljóta gott gengi á almennum markaði.

Í dómnum kemur fram að þó að myndin sé vel njörvuð niður í handriti þá hafi hún hálfgerða spunatilfinningu sem henti vel andlegu ástandi aðalpersónunnar án þess að breytast í hreinan farsa.

„Hinir fjölmörgu aukapersónur ná vel saman - eins og kemur fram í samsöng undir lok myndarinnar - en eru eigi að síður tengdir Önnu sterkum böndum. Aðalhetjan er leikin af Jónsdóttur á grípandi alvarleika," segir í Variety.

Sjá dóminn og fleiri dóma frá Locarno.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir