Hver á verkin?

Eitt verkanna er eftir enska málarann Gilbert Stuart.
Eitt verkanna er eftir enska málarann Gilbert Stuart.

Banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an hef­ur aug­lýst eft­ir eig­end­um lista­verka sem fund­ust í íbúð á Man­hatt­an, í afar óvenju­legu þjófnaðar­máli.

Sam­kvæmt blaðamanni The New York Times fund­ust um 300 lista­verk í íbúð William Kings­land, manns sem skrifaði af og til grein­ar um mynd­list, þegar hann lést fyr­ir rúm­um tveim­ur árum. Sum­um hafði verið troðið und­ir rúm og brjóst­mynd eft­ir Al­berto Giacometti, að verðmæti um 75 millj­ón­ir króna, var notuð sem hurðastopp­ari.

Kings­land skildi ekki eft­ir sig erfðaskrá en verk­un­um var komið á upp­boðshús­in og átti að bjóða þau smám sam­an upp. Þau dýr­mæt­ustu voru eft­ir meist­ara á borð við Giacometti, Pablo Picasso og Odilon Redon. Smám sam­an hef­ur verið að koma í ljós að Kings­land var ekki sá sem hann þótt­ist vera, og að minnsta kosti stór hluti verk­anna var stol­inn.

Eig­enda leitað

Í ljós kom að Kings­land var kunn­ug­ur fólki í galle­rí­um og upp­boðshús­um, en hafði villt á sér heim­ild­ir.

Rann­sókn­in hef­ur leitt í ljós að þeim mun minni sem verk­in í íbúð Kings­land voru, þeim mun lík­legra var að þeim hefði verið stolið. Enn á eft­ir að finna eig­end­ur 137 verka og FBI spyr: Hver á þessi lista­verk?

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú ert svo náinn vissum fjölskyldumeðlimi að þú gætir leyst öll hans vandamál. Njóttu ferskleikans til hins ýtrasta og uppgötvaðu þér áður óþekkta hluti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú ert svo náinn vissum fjölskyldumeðlimi að þú gætir leyst öll hans vandamál. Njóttu ferskleikans til hins ýtrasta og uppgötvaðu þér áður óþekkta hluti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason