Hver á verkin?

Eitt verkanna er eftir enska málarann Gilbert Stuart.
Eitt verkanna er eftir enska málarann Gilbert Stuart.

Bandaríska alríkislögreglan hefur auglýst eftir eigendum listaverka sem fundust í íbúð á Manhattan, í afar óvenjulegu þjófnaðarmáli.

Samkvæmt blaðamanni The New York Times fundust um 300 listaverk í íbúð William Kingsland, manns sem skrifaði af og til greinar um myndlist, þegar hann lést fyrir rúmum tveimur árum. Sumum hafði verið troðið undir rúm og brjóstmynd eftir Alberto Giacometti, að verðmæti um 75 milljónir króna, var notuð sem hurðastoppari.

Kingsland skildi ekki eftir sig erfðaskrá en verkunum var komið á uppboðshúsin og átti að bjóða þau smám saman upp. Þau dýrmætustu voru eftir meistara á borð við Giacometti, Pablo Picasso og Odilon Redon. Smám saman hefur verið að koma í ljós að Kingsland var ekki sá sem hann þóttist vera, og að minnsta kosti stór hluti verkanna var stolinn.

Eigenda leitað

Í ljós kom að Kingsland var kunnugur fólki í galleríum og uppboðshúsum, en hafði villt á sér heimildir.

Rannsóknin hefur leitt í ljós að þeim mun minni sem verkin í íbúð Kingsland voru, þeim mun líklegra var að þeim hefði verið stolið. Enn á eftir að finna eigendur 137 verka og FBI spyr: Hver á þessi listaverk?

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar