Mál höfðað gegn útgáfu Hari Puttar

Þrír af aðalleikurum kvikmyndanna um Harry Potter. Rupert Grint, Daniel …
Þrír af aðalleikurum kvikmyndanna um Harry Potter. Rupert Grint, Daniel Radcliffe og Emma Watson Reuters

Warner Bros, framleiðandi Harry Potter kvikmyndanna, hefur lögsótt indverskt kvikmyndafyrirtæki vegna titils kvikmyndar sem væntanleg er frá félaginu, Hari Puttar - A Comedy Of Terrors. Telja forsvarsmenn Warner að titill myndarinnar sé of líkur kvikmynda um galdrastrákinn, samkvæmt frétt Hollywood Reporter.

Talsmaður Warner Bros staðfesti þetta í samtali við Hollywood Reporter. Málið verður tekið fyrir í hæstarétti í Bombay síðar en áætluð frumsýning indversku myndarinnar er 12. september. 

Hari er algengt nafn á Indlandi en Puttar þýðir sonur í máli Punjabbúa. Kvikmyndin um Hari Puttar fjallar um tíu ára gamlan strák sem flytur ásamt foreldrum sínum til Englands. Þar blandast hann í baráttu um leynilega örflögu. Framleiðandi myndarinnar er Mirchi Movies og samkvæmt upplýsingum þaðan var nafn myndarinnar skráð árið 2005 og það valdi félaginu vonbrigðum að Warner hafi ákveðið að höfða mál þegar jafn stutt er í frumsýningu myndarinnar og raun ber vitni.

Fyrir tveimur vikum var greint frá því að útgáfu næstu kvikmyndar um Harry Potter,  Harry Potter and the Half-Blood Prince, hafi verið frestað um átta mánuði og hún verði ekki frumsýnd fyrr en í júlí á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar