Mjólkurpósturinn í Edinborg

Connery heldur æfisögu sinni á lofti í Edinborg í dag.
Connery heldur æfisögu sinni á lofti í Edinborg í dag. Reuters

Sean Connery er hreykinn af því að vera Skoti, og í dag er hann í fæðingarbæ sínum, Edinborg, að kynna nýútkomna æfisögu sína, sem heitir einfaldlega „Skoskur“.

Connery er líklega frægastur fyrir að vera hinn eini sanni James Bond, en í bókinni segir hann frá fyrstu vinnunni sinni, er hann var mjólkurpóstur í Fountainbridge-hverfinu í Edinborg.

Einnig fjallar hann um skoska menningu, þ.á m. verk ljóðskáldsins Roberts Burns, skáldsögur Walters Scotts og Maríu Skotadrottningu.

Í bókinni koma fram „skoðanir frægasta mjólkurpóstsins í Foutainbridge á mörgum hliðum skoskrar menningar og tilveru, þ. á m. íþróttum, arkitektúr og bókmenntum,“ sagði Cathernie Lockerbie, framkvæmdastjóri alþjóðlegu bókmenntahátíðarinnar sem hefst í dag í Edinborg.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir