Sean Connery er hreykinn af því að vera Skoti, og í dag er hann í fæðingarbæ sínum, Edinborg, að kynna nýútkomna æfisögu sína, sem heitir einfaldlega „Skoskur“.
Connery er líklega frægastur fyrir að vera hinn eini sanni James Bond, en í bókinni segir hann frá fyrstu vinnunni sinni, er hann var mjólkurpóstur í Fountainbridge-hverfinu í Edinborg.
Einnig fjallar hann um skoska menningu, þ.á m. verk ljóðskáldsins Roberts Burns, skáldsögur Walters Scotts og Maríu Skotadrottningu.
Í bókinni koma fram „skoðanir frægasta mjólkurpóstsins í Foutainbridge á mörgum hliðum skoskrar menningar og tilveru, þ. á m. íþróttum, arkitektúr og bókmenntum,“ sagði Cathernie Lockerbie, framkvæmdastjóri alþjóðlegu bókmenntahátíðarinnar sem hefst í dag í Edinborg.