Ronaldo eignast bílnúmer

Ronaldo
Ronaldo Alberto E. Rodriguez

Það mun hafa kostað kvennaljómann og knattspyrnugoðið portúgalska, Christiano Ronaldo, um 22 milljónir króna að eignast einkanúmer á bílinn sinn. Á númeraplötunni stendur einfaldlega CR7 – annarsvegar upphafsstafir Ronaldos og sjöan er fyrir númerið á treyjunni hans hjá Manchester United-liðinu.

Ronaldo vill greinilega eiga bíla eftir sínu höfði. Samkvæmt götublaðinu The Sun pantaði hann nýlega bíl af tegundinni Rolls Royce Phantom, að andvirði um 50 milljónir króna. Númeraplatan CR7 fer þó ekki á Rollsinn heldur á silfraða Bentley blæjubílinn sem hann er oftast á.

Ronaldo fylgir í fótspor forvera síns hjá United, David Beckham, sem var með sama númer hjá liðinu, sjöuna, og lét flúra VII á sig auk þess að hafa hönd í bagga með fatalínunni DB7 hjá Marks & Spencer-verslununum.

Ronaldi mun hafa númerið sjö á húsgögnum á heimili sínu, eitt borðið er eins og talan sjö í laginu og þá er mósaík-sjöa í sundlauginni hans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen