Alls ekkert lát er á vinsældum Mamma Mia!

Meryl Streep og Pierce Brosnan leika bæði í kvikmyndinni Mamma …
Meryl Streep og Pierce Brosnan leika bæði í kvikmyndinni Mamma Mia Reuters

Söngleikurinn Mamma Mia! nær þeim fáheyrða árangri að endurheimta efsta sæti bíólistans sjöundu viku á lista, en myndirnar sem voru á lista þegar hún var frumsýnd eru allar horfnar úr kvikmyndahúsum núna ef fáeinar þrjúbíósýningar á Kung Fu Panda eru frátaldar. Myndin er nú þegar orðin fjórða tekjuhæsta mynd allra tíma hérlendis og aðeins tímaspursmál hvenær hún nær þriðja sæti listans.

Sem stendur er Mýrin efst á listanum með 90,5 milljónir króna, næst kemur Titanic með 77 milljónir króna og loks Return of the King, þriðja Lord of the Rings-myndin, með 73 milljónir. Mamma Mia! er komin með 70,5 milljónir króna í tekjur nú þegar og allar líkur á að hún nái að minnsta kosti öðru sætinu á þessum lista áður en yfir lýkur – jafnvel því efsta.

Aðsóknartölur aftur í tímann eru nokkuð ótryggar hérlendis en þó er ljóst að einhverjar af fyrstu myndum íslenska kvikmyndavorsins sem og myndir á borð við Gone With the Wind hafa dregið fleiri áhorfendur í bíó, en Mýrin endaði í 84 þúsund manns hérlendis (miðaverð á íslenskar myndir er hins vegar hærra og því er hún efst á tekjulistanum) og Return of the King dró að tæplega 96 þúsund bíógesti árin 2003-4 og því ljóst að Mamma Mia! stefnir a.m.k. í að verða fjölsóttasta myndin hérlendis í tæp fimm ár.

BOB STRONG
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir