Góð stemning hjá Björk

Björk Guðmundsdóttir með hljómsveit í Langholtskirkju.
Björk Guðmundsdóttir með hljómsveit í Langholtskirkju. mbl.is/G. Rúnar

Tón­leik­um Bjark­ar Guðmunds­dótt­ur, hljóm­sveit­ar­inn­ar Wond­er­brass og Jónas­ar Sen í Lang­holts­kirkju er ný­lokið. Voru þetta síðustu tón­leik­arn­ir í Volta tón­leika­ferð Bjark­ar. Góð stemn­ing var í kirkj­unni og voru flytj­end­urn­ir klappaðir upp tvisvar.

Tón­leik­arn­ir voru óraf­magnaðir og var það ís­lenski hluti hljóm­sveit­ar Bjark­ar sem kom fram.

Lög­in sem voru flutt hafa verið uppistaðan í tón­leika­dag­skrá Bjark­ar á ný­af­staðinni sautján mánaða tón­leik­ferð um heim­inn.

Björk kom tón­leika­gest­um mjög á óvart með því að taka lagið It's Oh So Quiet í lok tón­leik­anna, en það lag sagðist hún ekki hafa sungið op­in­ber­lega í sex til átta ár. Lagið er af ann­arri plötu Bjark­ar, Post.

Tón­leik­arn­ir voru tekn­ir upp og er upp­tak­an ætluð til út­gáfu. 

Fullt var út úr dyr­um enda voru ein­ung­is 300 miðar í boði.

Að sögn Jó­hanns Bjarna Kol­beins­son­ar, blaðamanns á Morg­un­blaðinu sem viðstadd­ur var tón­leik­ana, voru þeir gríðarlega vel heppnaðir og seg­ir hann að Björk hafi hrein­lega farið á kost­um í nokkr­um laga sinna.

Björk þurfti að vísu að byrja upp á nýtt í einu lagi vegna smá­vægi­legra mistaka, en það gerði hún í ljósi þess að tón­leik­arn­ir voru tekn­ir upp og verða gefn­ir út á plötu og DVD.

Björk bað viðstadda af­sök­un­ar á þess­um mis­tök­um, og var þeirri af­sök­un­ar­beiðni mjög vel tekið.

Þess má geta að rúss­neski auðkýf­ing­ur­inn Róm­an Abramovít­sj var meðal tón­leika­gesta í kirkj­unni. Hann er meðal ann­ars eig­andi knatt­spyrnuliðsins Chel­sea. Var hann í fylgd Kára Sturlu­son­ar, umboðsmanns söng­kon­unn­ar Lay Low.

Abramovít­sj mun fara af landi brott um tíu leytið í kvöld en hér hef­ur hann verið í sum­ar­fríi ásamt tveim­ur dætr­um sín­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þetta er góður dagur til að fara yfir eigna- og skuldastöðuna. Leiða þarf saman leik og starf. Láttu ekkert hindra þig í því að framkvæma það sem þú veist að er rétt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þetta er góður dagur til að fara yfir eigna- og skuldastöðuna. Leiða þarf saman leik og starf. Láttu ekkert hindra þig í því að framkvæma það sem þú veist að er rétt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir