Hóstaður út af sviðinu

András Schiff er einn af virtustu konsertpíanistum heims.
András Schiff er einn af virtustu konsertpíanistum heims. mbl.is

Einum fremsta konsertpíanista heims blöskraði svo öll þau hóstaköst sem áhorfendur hans létu eftir sér að taka á tónleikum hans í Tívólí í Kaupmannahöfn í gærkvöldi að hann lagði hendur í skaut og snéri sér að áhorfendum og bað þá um að halda kjafti.

Berlingske Tidende skýra frá því að Schiff sem þáði dágóða upphæð fyrir tónleikana fór háðslegum orðum um hinn óvænta inflúensufaraldur sem hafði stungið sér niður meðal hinna 1500 áhorfenda og bað fólk um að hjálpa sér nú ögn við tónleikahaldið.

En það dugði ekki til og fimm hóstaköstum síðar mun hann hafa grett sig við flygilinn og látið óánægju sína í ljós en látið sig hafa að halda áfram að spila Schubert en í uppklappinu snérist hann á hæli og lét sig hverfa baksviðs.

Þrátt fyrir það mun hann hafa verið klappaður upp og fyrir aukanúmerið varaði hann áhorfendur við með þeim orðum að verkið tæki einungis tvær mínútur í flutningi.

Um það leyti sem hann hafði látið síðustu nótur kvöldsins óma frá sviðinu heyrðist hávær hósti frá konu sem að sögn gagnrýnanda Berlingske Tidende líktist meira skæru öskri og hrukku allir viðstaddir í kút.

Schiff stóð þá snöggt á fætur og stikaði út af sviðinu hristandi hausinn og sást ekki meira eftir það.

Hann mun þó hafa komið fram á sviðið í hefðbundnar pallborðsumræður um verkið og tónleikana og beðist afsökunar og tók við afsökunum úr salnum og skildu allir sáttir að loknum dramatískum tónleikum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir