Pamela Anderson lét sér hvergi bregða þegar ástralskur fréttamaður tók niður um sig buxurnar og bað um eiginhandaráritun. En þegar hann dró kjúklingalæri undan nærhaldinu og fór að smjatta á því var henni nóg boðið.
Pamela er í Ástralíu til að fylgja úr hlaði nýrri heimildamynd sinni, „Pam, Girl On The Loose. Á fréttamannafundi í Sydney í dag, frammi fyrir fullum sal áhorfenda, sýndi veffréttamaður Pamelu rauðar „Baywatch“ nærbuxur og bað um áritun.
Það var auðsótt mál. En þetta með kjúklingalærið féll í grýttan jarðveg hjá Pamelu, sem hefur barist fyrir mannúðlegri meðferð á dýrum og mótmælt starfsemi kjúklingabitakeðjunnar KFC.