Breska rokksveitin Pink Floyd og bandaríska sópransöngkonan Renée Fleming fengu í dag Pólarverðlaunin sænsku en þau eru veitt árlega tónlistarmönnum á sviði klassískrar tónlistar og popptónlistar.
Karl Gústaf Svíakonungur afhenti þeim Fleming og Nick Mason og Roger Waters úr Pink Floyd verðlaunin í dag. Verðlaunanefndin sagði að Fleming hlyti viðurkenninguna fyrir óviðjafnanlega rödd sína og Pink Floyd fyrir ómetanlegt framlag sitt til þróunar poppmenningarinnar.
Verðlaunin nema 1 milljón sænskra króna til hvors verðlaunahafa.