Saknar papparassanna

John Mayer.
John Mayer. Reuters

Bandaríski söngvarinn John Mayer saknar athyglinnar sem hann naut meðal slúðurfréttaljósmyndara á meðan hann var með Jennifer Aniston. Er Mayer sagður fúll yfir því að ljósmyndararnir elti hann ekki lengur hvert fótmál, og mun jafnvel hafa haft samband við þá að fyrra bragði til að láta þá vita um ferðir sínar.

Haft er eftir einum ljósmyndaranna: „Hann heldur að núna sé hann orðinn jafn frægur og Jen. Í síðustu viku fór hann í partí og lét pappana vita, og var jafnvel tilbúinn með tálbeitubíla þegar hann lagði af stað. En það nennti enginn að elta þá og hann hélt að hann hefði stungið alla af, þótt sannleikurinn væri sá, að enginn hafði áhuga á að elta hann.“

Núna, þegar Mayer er ekki lengur með fræga „a-lista“ leikkonu upp á arminn, gefa myndir af honum sáralítið í aðra hönd.

Annar ljósmyndari sagði frá því að myndir af Mayer og Jennifer saman hafi selst á allt að 20.000 dollara, eða sem svarar rúmlega 1,6 milljónum króna, en mynd af honum núna fari á tvö hundruð dollara, eða rúmlega 16.000 krónur.

„Það borgar sig varla að elta hann frá heimili hans og á einhvern veitingastað,“ sagði ljósmyndarinn.

Af Jennifer er það aftur á móti að frétta, að hún virðist ekki sakna Mayers, og segja vinir hennar að sambandsslitin hafi ekki valdið henni neinum sársauka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup