Söngvari lifir af flugslys

Ed Robertson.
Ed Robertson.

Ed Robertson, söngvari Barenaked Ladies meiddist lítið sem ekkert þegar hann brotlenti flugvél sinni í Kanada í fyrradag.

Ed var í flugtúr með þrjá farþega þegar vélin missti lofthraða í flugtaki á Baptiste-vatninu nærri Bancroft-skógum. Söngvarinn neyddist því til þess að brotlenda inni í skógarjaðri og náði með kænsku að koma vélinni örugglega niður.

Lögreglan á svæðinu staðfesti að enginn hefði meiðst en neitaði að gefa upplýsingar um hverjir voru í vélinni. Slúðurnetsíða í Kanada hefur það þó eftir heimamönnum á svæðinu að aðrir í vélinni hafi verið liðsmenn sveitarinnar. bös

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir