Einn af aukaleikurunum í kvikmyndinni Valkyrie ætlar að fara í mál við Tom Cruise vegna óhapps sem varð við tökur.
Verið er að taka myndina upp í Berlín en Cruise er eigandi fyrirtækisins sem framleiðir myndina og fer að auki með aðalhlutverkið, en hann túlkar Claus von Stauffenberg sem mistókst á sínum tíma að ráða Adolf Hitler af dögum.
Aukaleikarinn heldur því fram að aðbúnaður á tökustað hafi verið óviðunandi og hafi það orðið til þess að nokkrir aukaleikarar slösuðust.
Áætlað er að lögfræðingurinn, sem fer með málið, muni fara fram á nokkrar milljónir dala í bætur.