Bókaútgáfunni Bjarti tókst ekki að finna arftaka spennusagnahöfundarins Dan Brown á Íslandi þó að vegleg verðlaun og erlendur útgáfusamningur væru í boði. Frestur til að skila inn handriti rann út 1. júlí og segir á vefsíðu Bjarts að þrátt fyrir að fjölmörg góð handrit hafi borist hafi ekki tekist að finna nýjan Dan Brown.
Á vefsíðu Bjarts kemur fram að dómnefndarstörf hafi verið átakamikil og að í keppnina hefðu borist sögur sem komu til greina en þrátt fyrir það hafi ekki verið hægt að krýna hinn íslenska arftaka Brown.
Dan Brown hefur ekki tekist að klára nýjustu bókina og hefur lokakaflann vantað og ekkert gengið undan farin fimm ár. Bókaútgáfan Bjartur brá á það ráð að stytta mönnum biðina eftir næstu bók með því því að efna til samkeppni.