Unnu Bandaríkjamenn silfrið?

Ólafur Stefánsson með silfurverðlaunapeninginn
Ólafur Stefánsson með silfurverðlaunapeninginn mbl.is/Brynjar Gauti

Hin virta fréttastofa AP sendi á dögunum út frétt þar sem fram kom upptalning á fjölmörgum verðlaunum Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Peking. Meðal þeirra verðlauna sem sagt var að Bandaríkin hefðu unnið gull í körfubolta og blaki ásamt því að landa silfurverðlaunum í handbolta.

Birtist fréttin nær óbreytt um allan heim, án þess þó að birtast í miðlum á Íslandi, enda vita Íslendingar betur. Þetta kemur fram á vefsíðu KOM, almannatengsla í dag.
Rússar unnu silfrið í kvennaflokki og auðvitað var það Ísland sem vann silfrið í karlaflokki.

Fréttastofan sendi svo frá sér leiðréttingu í dag eftir að starfsmaður KOM benti á mistökin þar sem fram kemur að Ísland hafi unnið silfrið og Bandaríkin hafi ekki einu sinni átt handknattleikslið í keppninni. Svona getur þetta verið. Allar fréttastofur geta gert mistök, sama hversu stórar þær eru.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup