Unnu Bandaríkjamenn silfrið?

Ólafur Stefánsson með silfurverðlaunapeninginn
Ólafur Stefánsson með silfurverðlaunapeninginn mbl.is/Brynjar Gauti

Hin virta fréttastofa AP sendi á dögunum út frétt þar sem fram kom upptalning á fjölmörgum verðlaunum Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Peking. Meðal þeirra verðlauna sem sagt var að Bandaríkin hefðu unnið gull í körfubolta og blaki ásamt því að landa silfurverðlaunum í handbolta.

Birtist fréttin nær óbreytt um allan heim, án þess þó að birtast í miðlum á Íslandi, enda vita Íslendingar betur. Þetta kemur fram á vefsíðu KOM, almannatengsla í dag.
Rússar unnu silfrið í kvennaflokki og auðvitað var það Ísland sem vann silfrið í karlaflokki.

Fréttastofan sendi svo frá sér leiðréttingu í dag eftir að starfsmaður KOM benti á mistökin þar sem fram kemur að Ísland hafi unnið silfrið og Bandaríkin hafi ekki einu sinni átt handknattleikslið í keppninni. Svona getur þetta verið. Allar fréttastofur geta gert mistök, sama hversu stórar þær eru.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir