Páll Óskar frestar sýningu

Páll Óskar Hjálmtýsson söng þegar handboltahetjurnar voru hylltar
Páll Óskar Hjálmtýsson söng þegar handboltahetjurnar voru hylltar mbl.is/Frikki

„Ég er ekki hættur við, það kemur ekki til greina. Það er búið að vinna allt of mikla undirbúningsvinnu til þess að þetta verði bara blásið af,“ segir Páll Óskar um stórsýningu sína er hann ætlar að halda til að fagna 15 ára starfsafmæli sínu. Hugmyndin var að halda risatónleika í Fífunni í Kópavogi með öllu tilheyrandi í kringum útgáfu safnplötu hans í lok október en nú er allt útlit fyrir að fresta verði sýningunni fram yfir áramót.

Þess í stað mun Palli fagna útgáfu safnplötunnar með partíi á Nasa í byrjun nóvember. Hann mun svo halda uppteknum hætti og spila út um allt til að kynna útgáfuna.

Rekst á vegg eftir vegg

Páll Óskar segist hafa biðlað til nokkurra stórfyrirtækja í landinu en komið að lokuðum dyrum hjá þeim öllum. Fyrirtæki séu greinilega að skera niður og geti ekki styrkt listræna atburði sem stendur. Þá skipti gífurlegur áhugi almennings á tónleikunum engu máli.

„Ég finn fyrir endalausum áhuga og það er alveg æði en þegar maður rekst á vegg eftir vegg með sýningu sem kostar milljónir, þá verður maður bara að hafa lappirnar niðri á jörðinni. Maður gerir svona tónleika ekki hjálparlaust og það væri óðs manns æði að gera svona stóra sýningu af eigin mætti. Þetta er allt í lagi. Það eru ekki himinn og jörð að hrynja í lífi mínu. Kannski get ég gert þetta í mars eða næsta sumar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir