Hóta að lögsækja Winehouse

Amy Winehouse
Amy Winehouse Reuters

Skipuleggjendur tónlistahátíðar í París hóta að lögsækja bresku söngkonuna Amy Winehouse eftir að hún hætti við að koma fram á hátíðinni, Rock En Seine, í gær, einungis tveimur klukkustundum áður en tónleikarnir áttu að hefjast. Átti Winehouse að vera aðalnúmerið á tónlistarhátíðinni. 

Segja aðstandendur Rock En Seine hins vegar að ekki hafi verið útskýrt hvers vegna söngkonan mætti ekki og að þeir biðji tónleikagesti innilegrar afsökunar á þessu.

Samkvæmt upplýsingum BBC er Winehouse  veik á heimili sínu í Lundúnum. Segir umboðsmaður Winehouse að hún sé að jafna sig en hafi verið algjörlega ófær um að koma fram á tónlistarhátíðinni.

Talsmaður sjúkrabílaþjónustu Lundúnaborgar sagði í samtali við BBC að sjúkraliðar hafi ekki verið kallaðir á heimili söngkonunnar. Í júní veiktist Winehouse alvarlega í lungum og þurfti að dvelja um tíma á sjúkrahúsi. Í síðasta mánuði hné hún niður og er talið að hún hafi ekki þolað lyf sem hún tók.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir