Hóta að lögsækja Winehouse

Amy Winehouse
Amy Winehouse Reuters

Skipuleggjendur tónlistahátíðar í París hóta að lögsækja bresku söngkonuna Amy Winehouse eftir að hún hætti við að koma fram á hátíðinni, Rock En Seine, í gær, einungis tveimur klukkustundum áður en tónleikarnir áttu að hefjast. Átti Winehouse að vera aðalnúmerið á tónlistarhátíðinni. 

Segja aðstandendur Rock En Seine hins vegar að ekki hafi verið útskýrt hvers vegna söngkonan mætti ekki og að þeir biðji tónleikagesti innilegrar afsökunar á þessu.

Samkvæmt upplýsingum BBC er Winehouse  veik á heimili sínu í Lundúnum. Segir umboðsmaður Winehouse að hún sé að jafna sig en hafi verið algjörlega ófær um að koma fram á tónlistarhátíðinni.

Talsmaður sjúkrabílaþjónustu Lundúnaborgar sagði í samtali við BBC að sjúkraliðar hafi ekki verið kallaðir á heimili söngkonunnar. Í júní veiktist Winehouse alvarlega í lungum og þurfti að dvelja um tíma á sjúkrahúsi. Í síðasta mánuði hné hún niður og er talið að hún hafi ekki þolað lyf sem hún tók.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir