Unnu Benz hlaðinn milljónum

Bjarni Jón Bárðarson stýrimaður, og eiginkona hans, Jóhanna Soffía Hansen, …
Bjarni Jón Bárðarson stýrimaður, og eiginkona hans, Jóhanna Soffía Hansen, tóku við vinningnum í gær

Mercedes-Benz C200 að verðmæti 5,6 milljónir var dregin út í Happdrætti DAS 7. ágúst sl. Miðinn var seldur hjá Tryggingamiðstöðinni í Keflavík sem annast umboð Happdrættis DAS í Reykjanesbæ. Eigandinn reyndist eiga tvöfaldan miða og því fylgja 5,6 milljónir í peningum í skottinu. Heildarverðmæti vinningsins er því 11,2 milljónir.

Vinningshafinn, Bjarni Jón Bárðarson stýrimaður, og eiginkona hans, Jóhanna Soffía Hansen, tóku við vinningnum í gær í Öskju ehf. sem er umboðsaðili Benz á Íslandi.

Þegar hringt var í Jóhönnu hélt hún að hún hefði unnið 100 þús. krónur en svo kom í ljós að þetta voru rúmar 11 milljónir sem í þeirra hlut komu. Vinningurinn kemur sér afar vel því um er að ræða 7 manna fjölskyldu, segir í fréttatilkynningu. Þá kom einnig fram að þetta væri undarleg tilviljun. Þau vinna tvöfaldan vinning upp á rúmar 11 milljónir og nágrannar þeirra til margra ára uppi á Kjalarnesi unnu á síðasta ári Lexus með 6,3 milljónir í skottinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup