The Dark Knight nálgast Titanic

Heath Ledger í hluverki sínu í The Dark Knight.
Heath Ledger í hluverki sínu í The Dark Knight.

Kvikmyndin um Leðurblökumanninn The Dark Knight er önnur kvikmynd sögunnar til þess að hala inn rúmum hálfum milljarði dala í kvikmyndahúsum á heimamarkaði. Samkvæmt upplýsingum frá dreifingaraðilum myndarinnar, Warner Bros. hefur hún skilað 502,4 milljónum dala í tekjur á einungis sex vikum.

Það tók Titanic þrjá mánuði að ná þeim árangri en hún skilaði alls 600,8 milljónum dala í kassann í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum.

En þrátt fyrir að hafa farið geyst af stað þá er ekki gert ráð fyrir því að Leðurblökumaðurinn nái sama árangri og Titanic. Dan Fellman, yfirmaður dreifingar hjá Warner Bros., segist búast við því að tekjur myndarinnar í kvikmyndahúsum nemi um 530 milljónum dala í Bandaríkjunum en geti mögulega farið í 550 milljónir dala.

Vinsælasta kvikmyndin í kvikmyndahúsum vestanhafs um helgina var Tropic Thunder og er þetta þriðja vikan í röð sem hún er vinsælasta myndin vestanhafs. Í öðru sæti listans er Babylon A.D með Vin Diesel í aðalhlutverki.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir