Grét er hann missti af fluginu

Pete Doherty í Svíþjóð í sumar.
Pete Doherty í Svíþjóð í sumar. Reuters

Pete Doherty fór að gráta þegar hann missti af flugi til Salz­borg­ar í síðasta mánuði með þeim af­leiðing­um að hljóm­sveit­in hans, The Ba­bys­hambles, varð að hætta við þátt­töku í tón­list­ar­hátíð.

En Doherty var al­var­lega ósátt­ur við fram­komu starfs­fólks Brit­ish Airways á Heathrow, sem hann sagði hafa verið ein­stak­lega óhjálp­legt.

„Ég lét Brit­ish Airways vita að ég yrði seinn fyr­ir. Ég sagði þeim að ég væri nokkuð fræg­ur og kynni að valda ein­hverju upp­námi á vell­in­um. En þeir reynd­ust vera full­komn­ir hálf­vit­ar. Meira að segja þegar ég datt og hatt­ur­inn minn beyglaðist kom eng­inn að hjálpa mér,“ sagði Doherty.

„Ég fór að gráta en ég vildi ekki að neinn sæi það. Vilji maður vera leiðin­leg­ur mætti segja að ég hafi misst af flug­inu, en vilji maður segja eins og er myndi maður segja að ég hafi lagt of seint af stað út á flug­völl.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Ástarævintýri með eldri eða ráðsettari manneskju er líklegra en ella núna. Deildu hæfileikum þínum með því að fá öðrum hnitmiðuð verkefni, þótt það sé í eigin þágu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Ástarævintýri með eldri eða ráðsettari manneskju er líklegra en ella núna. Deildu hæfileikum þínum með því að fá öðrum hnitmiðuð verkefni, þótt það sé í eigin þágu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason