Grét er hann missti af fluginu

Pete Doherty í Svíþjóð í sumar.
Pete Doherty í Svíþjóð í sumar. Reuters

Pete Doherty fór að gráta þegar hann missti af flugi til Salzborgar í síðasta mánuði með þeim afleiðingum að hljómsveitin hans, The Babyshambles, varð að hætta við þátttöku í tónlistarhátíð.

En Doherty var alvarlega ósáttur við framkomu starfsfólks British Airways á Heathrow, sem hann sagði hafa verið einstaklega óhjálplegt.

„Ég lét British Airways vita að ég yrði seinn fyrir. Ég sagði þeim að ég væri nokkuð frægur og kynni að valda einhverju uppnámi á vellinum. En þeir reyndust vera fullkomnir hálfvitar. Meira að segja þegar ég datt og hatturinn minn beyglaðist kom enginn að hjálpa mér,“ sagði Doherty.

„Ég fór að gráta en ég vildi ekki að neinn sæi það. Vilji maður vera leiðinlegur mætti segja að ég hafi misst af fluginu, en vilji maður segja eins og er myndi maður segja að ég hafi lagt of seint af stað út á flugvöll.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar