Jessica Simpson viðurkennir að hún þurfi oft að leysa vind, en segir að lyktin af honum sé eins og af rósum. Hún trúði áheyrendum sínum fyrir þessu á tónleikum í Kanada fyrir skömmu.
Fyrsta kántríplatan hennar kemur út innan skamms, og heitir hún „Do You Know.“ Hún hefur þegar gefið út smáskífu með laginu „Come On Over,“ en gagnrýnendur hafa ekki hrifist.
Áheyrendur vissu ekki alveg hvernig þeir áttu að bregðast við þegar Jessica sagði á tónleikunum: „Ég þarf oft að leysa vind. En ég get fullvissað ykkur um að lyktin af honum er eins og af rósum.“
Gagnrýnandinn John Law sagði í Niagara Falls Review: „Það væri ósanngjarnt að líkja nýafstöðnum tónleikum Jessicu Simpson við lestarslys. Lestin á sér til að byrja með tiltekinn áfangastað. Jessica er enn í raunveruleikaþætti, sannfærð um að allir hafi mikinn áhuga á einkalífi hennar og vilji frekar heyra hana tala en syngja.“
Law sagði um meinta aðdáun Jessicu á söngvaranum Dusty Springfield: „Það er erfitt að taka mark á henni þegar hún lýsir aðdáun sinni á „Destiny“ Springfield, og flytur svo einhverja útgáfu af Son of a Preacher Man.“