Breski söngvarinn Pete Doherty er sagður hafa dáið en verið lífgaður við eftir meinta ofneyslu fíkniefna, er leiddi til þess að hjartað í honum hætti að slá. Þrátt fyrir þetta lét hann sig ekki muna um fjögurra tíma konsert í klámkvikmyndahúsinu NonStop í Graz í Austurríki á fimmtudaginn.
Doherti vildi lítið gera úr andláti sínu og sagði það leyndarmál: „Það kom upp smá vandamál ... Það reddaðist - ég er enn á lífi.“
Sjúkraflutningamenn voru kvaddir að sveitasetri umboðsmanns Dohertys, Bettinu Aichbauer, þar sem hann hafði misst meðvitund og kom ekki til sjálfs sín. Grunur leikur á að hann hafi tekið mikið af fíkniefnum.
Sjúkraflutningamönnunum tókst að vekja hann til lífsins á ný, og hann neitaði að fara á sjúkrahús til frekari aðhlynningar, heldur vatt sér á svið og söng í 45 mínútur í tilefni af frumsýningu kvikmyndar um hann, sem verið hefur í vinnslu undanfarna átta mánuði.
Í myndinni segir m.a. frá sambandsslitum Dohertys og Kate Moss, en ekki varð af sýningu á myndinni þar sem Doherty sagði að fartölvan sín hefði bilað.