Madonna og lýðurinn

Madonna
Madonna TOBIAS SCHWARZ

Breska dagblaðið Daily Mirror hefur greint frá því að starfsfólk á nýjustu tónleikaferð Madonnu sé síður en svo sátt við hlutskipti sitt. Á meðan söngkonan flýgur um í einkaþotu og gistir einungis í dýrustu hótelsvítunum þarf starfsfólkið að sætta sig við að fljúga á almennu farrými og gista á ódýrum mótelherbergjum.

Það er ekkert smá föruneyti sem fylgir poppdrottningunni á tónleikaferð hennar um heiminn en talið er að starfsfólkið í kringum ferðalagið sé um 250 talsins. Margt af þessu starfsfólki er virkilega ósátt við aðbúnað sinn á þessu heimshornaflakki. Kornið sem fyllti mælinn var þegar áð var á frönsku Ríveríunni þar sem Madonna gisti í svítu, sem kostaði um 1,7 milljón króna að gista í eina nótt, á meðan starfsfólkið hírðist í mótelherbergjum sem kostuðu um 8.000 krónur fyrir eina nótt.

„Allir eru gjörsamlega æfir út í hana. Þeim finnst eins og komið sé fram þau eins og annars flokks borgara, þrátt fyrir alla erfiðisvinnuna síðastliðna mánuði,“ sagði heimildarmaður Daily Mirror en ljóst er að mikill urgur er í herbúðum Madonnu vegna þessa óþægilega máls.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir