Hrærð Sigur Rós?

Umslag nýju Sigur Rósar plötunnar
Umslag nýju Sigur Rósar plötunnar mbl.is

Liðsmenn Sigur Rósar hvíla nú lúin bein eftir fyrsta legg heimstúrs en næsta umferð fer af stað í Bandaríkjunum 17. september næstkomandi. Hinn litríki umboðsmaður sveitarinnar, John Best, hefur verið að blogga um túrinn á vefsíðu sveitarinnar og fer þar á miklum kostum. Hann nefnir m.a. á einum stað að Jónsi hafi átt í löngu og djúpspöku spjalli við Kevin Shields, leiðtoga hinnar áhrifaríku nýrokksveitar My Bloody Valentine, eftir tónleika á Oya-hátíðinni í Noregi. MBV-limir höfðu komið til hátíðarinnar degi áður en hún átti að spila, gagngert til að sjá Sigur Rós.

Best segir frá því að Jónsi hafi eðlilega verið nokkuð upp með sér eftir þennan fund, enda forfallinn MBV-aðdáandi (hlustið bara á fyrsta lag Sigur Rósar, „Fljúgðu“ frá 1994, sem er að finna á safndisknum Smekkleysa í hálfa öld). Segir Best svo að hann og Jónsi hafi stungið því á bakvið eyrað að spyrja Shields hvort hann væri til í að leggja hönd á plóg varðandi væntanlegt Sigur Rósar-endurhljóðblöndunarverkefni sem þeir séu „lauslega farnir að hugsa um“.

Sigur Rós gaf einmitt út slíka plötu árið 1998 sem kallast Von brigði en þar fóru nokkrir innlendir listamenn höndum um efni Sigur Rósar. Það skyldi þó ekki vera að Sigur Rós ætli að marka tíu ára afmæli þeirrar plötu með Von brigðum II? Og í ljósi stöðu sveitarinnar í dag ætti henni ekki að verða skotaskuld úr því að fá þungavigtarfólk úr bransanum til að véla um.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir