Russell Crowe sem Dr. Watson

Russell Crowe
Russell Crowe

Breska dagblaðið The Sun hefur greint frá því að leikarinn Russell Crowe hafi mikinn áhuga á því að taka við hlutverki Dr. Watsons í væntanlegri kvikmynd Guy Ritchie um ævintýri spæjarans Sherlocks Holmes.

„Russell vill hlutverkið og Guy vill Russell,“ sagði heimildarmaður Sun sem vildi meina að það væri einungis tímaspursmál hvenær Crowe væri formlega bætt í leikarahópinn. Tökur á myndinni eiga að hefjast í næsta mánuði en Robert Downey Jr. hefur þegar verið ráðinn til að fara með hlutverk hins magnaða spæjara Sherlocks Holmes.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar