Ekta Bond-munir á uppboði

James Bond
James Bond AP

Nokkrir minnisverðir hlutir úr safni Sir Fitzroy Macleans, mannsins sem talinn er vera fyrirmynd James Bond, njósnara hennar hátignar, hafa verið seldir á uppboði í Edinborg.

Hlutirnir eru meðal annars áður óséðar myndir, bréf og smásögur, auk fyrstu útgáfu Casino Royale, Moonraker, Dr. No og From Russia with love, og seldust á rúm 31.000 pund, eða um fjórar og hálfa milljón íslenskra króna.

Maclean vingaðist við Ian Fleming í seinni heimsstyrjöldinni en varð síðar þingmaður. Ian Fleming varð heimsfrægur fyrir sögur sínar af James Bond, sem talinn er byggjast á ævi Macleans, sem vann hjá mörgum sendiráðum og þótti fágaður heimsborgari, sem gat einnig látið hnefana tala, og tók hann til dæmis þátt í ótal leyniverkefnum hersins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir