Eurovision í Moskvu í uppnámi

Dima Bilan fagnar sigri í Euróvision
Dima Bilan fagnar sigri í Euróvision MARKO DJURICA

Svo gæti farið að Lettland, Eistland og Litháen og önnur fyrrverandi sovétríki, þar á meðal Pólland, dragi sig úr Eurovision sem fram fer í Moskvu á næsta ári.

Ástæðan er framganga Rússlandshers í Georgíu.

Andstaða við Rússland

Skoðanakönnun sem gerð var í Eystrasaltslöndunum sýnir að almenningur vill sýna Georgíu stuðning með því að sniðganga keppnina og gefa þar með frat í Rússa, en mikil reiði ríkir vegna framgöngu þeirra til varnar sjálfstæði Suður-Ossetíu, óviðurkennds ríkis innan Georgíu.

Menningarmálaráðherra Eistlands, Laine Janes, sagði að einhugur og samstaða yrði að ríkja meðal Lettlands og Litháen til að sýna stuðning við Georgíu í verki.

Talsmaður Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, sem heldur Eurovisionkeppnina, sagði að pólitík mætti ekki eyðileggja keppnina.

„Þessi mál ættu ekki að vera tengd . Við erum að skipuleggja ópólitískan viðburð og ef gestgjafinn getur tryggt öryggi keppenda, er engin ástæða til þess að efast um að keppnin verði með allra glæsilegasta móti.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir