Svo gæti farið að Lettland, Eistland og Litháen og önnur fyrrverandi sovétríki, þar á meðal Pólland, dragi sig úr Eurovision sem fram fer í Moskvu á næsta ári.
Ástæðan er framganga Rússlandshers í Georgíu.
Menningarmálaráðherra Eistlands, Laine Janes, sagði að einhugur og samstaða yrði að ríkja meðal Lettlands og Litháen til að sýna stuðning við Georgíu í verki.
Talsmaður Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, sem heldur Eurovisionkeppnina, sagði að pólitík mætti ekki eyðileggja keppnina.
„Þessi mál ættu ekki að vera tengd . Við erum að skipuleggja ópólitískan viðburð og ef gestgjafinn getur tryggt öryggi keppenda, er engin ástæða til þess að efast um að keppnin verði með allra glæsilegasta móti.“