Gamaleikritið Fló á skinni verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu föstudaginn 5. september. Nú þegar er uppselt á 20 sýningar og er það mesta forsala á leiksýningu sem þekkist hérlendis, segir í tilkynningu frá Leikfélagi Reykjavíkur.
Fló á skinni var valin áhorfendasýning ársins 2007 og er aðsóknarmesta leiksýning sem sýnd hefur verið á Akureyri.
Verkið hefur verið kallað einn snjallasti og eitraðasti farsi sem saminn hefur verið. Fló á skinni fjallar um ástir, afbrýði og misskilning á misskilning ofan.
Fló á skinni er sýnd í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur og Leikfélag Akureyrar