Miðar á minningartónleika Vilhjálms Vilhjálmssonar seldust upp á 20 mínútum en miðasala hófst á netinu í morgun. Tæplega 4.000 miðar voru í boði. Ákveðið hefur verið að halda aukatónleika laugardaginn 11. október.
Miðasala á aukatónleikana hefst næsta föstudag, 12. september, kl. 10 og fer sem fyrr fram á miði.is og öllum sölustöðum miða.is.
Fyrri tónleikarnir fara fram í Laugardalshöll 10. otkóber.