Besta myndin af ömmu í Keflavík

Verðlaunamyndin í ljósmyndasamkeppni mbl.is.
Verðlaunamyndin í ljósmyndasamkeppni mbl.is. mynd/Davíð Eldur Baldursson

„Amma krefst þess að fá sinn skerf af verðlaununum,“ segir Davíð Eldur Baldursson sem hlaut í gær fystu verðlaun í ljósmyndasamkeppni mbl.is. Sigurmyndin sýnir ömmu Davíðs Eldars vökva blómin í garðinum sínum í Keflavík, svo krafa hennar á kannski rétt á sér. „Hún myndi sjálfsagt nota verðlaunin til þess að kaupa sér meira af blómum ef ég þekki hana rétt.“

Í öðru sæti varð sigurvegarinn frá því í fyrra, Tinna Stefánsdóttir, með myndina Bunan og í því þriðja Jónas Ingi Ágústsson með myndina Veiðivötn. Alls bárust yfir 18.000 myndir í keppnina frá 4.521 ljósmyndara. Verðlaunin voru ljósmyndavörur frá Nýherja.

Grunnur í kvikmyndagerð

Davíð Eldar er 24 ára og hefur sótt sér menntun í kvikmyndagerð. Vinnan við hana var hinsvegar stopul, svo hann ákvað að skipta um starfsvettvang. Hann stundar núna nám í frumgreinum viðskipta- og hagfræði í Keili og vinnur hjá EJS. „Ég keypti mér myndavél eftir að ég hætti í kvikmyndagerðinni til þess að halda áfram að svala myndaþörfinni.“

– Hvernig varð þessi mynd til?

„Ég náði ömmu á góðu augnabliki. Ég notaði Canon EOS 30D-myndavél og síðan vann ég myndina í Photoshop og fjarlægði alla litina nema í blómunum til þess að undirstrika vægi þeirra í myndinni,“ segir Davíð Eldar. „Ég fékk myndavél í verðlaun og ég ætla að láta kærustuna mína hafa hana og reyna að fá hana til þess að taka myndir.“

– En hvað með ömmu þína, ætlarðu ekki að minnsta kosti að gefa henni blóm?

„Jú, ég geri það,“ lofar Davíð Eldar hátíðlega.

Halldór Jón Garðarsson frá Nýherja, Guðrún Gunnarsdóttir f.h. Jónasar Inga …
Halldór Jón Garðarsson frá Nýherja, Guðrún Gunnarsdóttir f.h. Jónasar Inga Ágústssonar (3. sæti), Tinna Stefánsdóttir (2. sæti) og Davíð Eldur Baldursson (1. sæti). mbl.is/Golli
Bunan fékk 2. verðlaun.
Bunan fékk 2. verðlaun. mynd/Tinna Stefánsdóttir
Jónas Ingi Ágústsson hreppti þriðja sæti með þessari landslagsmynd frá …
Jónas Ingi Ágústsson hreppti þriðja sæti með þessari landslagsmynd frá Veiðivötnum. mynd/Jónas Ingi Ágústsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson