Maquire sagður snúa aftur sem Kóngulóarmaðurinn

Tobey Maguire í hlutverki sínu sem Kóngulóarmaðurinn.
Tobey Maguire í hlutverki sínu sem Kóngulóarmaðurinn. Reuters

Bandaríski leikarinn Tobey Maguire er sagður vera kominn langt með að undirrita samkomulag um að leika í tveimur kvikmyndum um Kóngulóarmanninn til viðbótar, en hann hefur þegar leikið í þremur kvikmyndum um Lóa.

Þetta kemur fram í Hollywood Reporter, og þar kemur einnig fram að framleiðendurnir eigi einnig í viðræðum við leikstjórann Sam Raimi, en hann hefur leikstýrt öllum myndunum.

Kvikmyndafyrirtæki Sony, Columbia Pictures, heldur því fram að Maquire muni snúa aftur og endurtaka leikinn sem Peter Parker.

Þrjár fyrstu myndirnar um Lóa og ævintýri hans hafa þénað um 2,5 milljarða dala á heimsvísu, segir á vef BBC.

„Kvikmyndaverið hefur aldrei íhugað nokkurn annan leikara. Tobey var okkar eini valkostur og sá eini sem við höfum rætt um hlutverkið við,“ sagði Steve Elzer, talsmaður Sony.

Sony er að íhuga að taka myndirnar upp í einu, en það yrði gert til að draga úr kostnaði við gerð myndanna. Vonast er til þess að tökur hefjist haustið 2009.

Laura Ziskin, framleiðandi myndanna, vonast til þess að Spider-Man 4 verði frumsýnd í maí 2011, eða níu árum eftir að fyrsta myndin var frumsýnd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar