Hafnaði tilboði Playboy

Lindsay Lohan á einni myndanna sem birtust í New York …
Lindsay Lohan á einni myndanna sem birtust í New York Magazine Bert Stern

Leikkonan Lindsay Lohan afþakkaði tilboð karlaritsins Playboy um að sitja nakin fyrir, fyrir 700.000 dollara, um 62 milljónir króna. Myndirnar átti að birta í 55 ára afmælisblaði Playboy.

Lohan hefur þó setið fyrir berbrjósta, í tímaritinu New York. Sú mynd var stæling af annarri af Marilyn Monroe og helguð minningu hennar. Nú mun Lohan hafa fengið nóg af nektarmyndum.

„Hún er alveg til í að vera á forsíðunni, en ekki nakin,“ er haft eftir talsmanni Lohan á vefnum Access Hollywood.

Talsmaðurinn bætti því við að leikkonunni fyndist hún ekki þurfa að fara úr fötunum, henni gengi vel í störfum sínum alklædd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar