Ný spennumynd, Bangkok Dangerous, með Nicolas Cage í aðalhlutverki, fór beint í 1. sætið á aðsóknarlista norður-amerískra kvikmyndahúsa um helgina. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því tekjur af myndinni námu aðeins 7,8 milljónum dala, 690 milljónum króna en fimm ár eru liðin frá því jafn fáir Norður-Ameríkubúar fóru í bíó um eina helgi og nú.
Bangkok Dangerous var eina nýja myndin, sem frumsýnd var um helgina, en þar leikur Cage útlifaðan leigumorðingja. Um er að ræða endurgerð taílenskrar kvikmyndar sem ber sama nafn.
Mest sóttu myndirnar um helgina voru þessar: