Obama til í „maður á mann“ við Palin

Barack Obama þykir liðtækur í körfubolta.
Barack Obama þykir liðtækur í körfubolta. Reuters

Barack Obama, forsetaframbjóðandi demókrata, er reiðubúinn að kljást við varaforsetaefni repúblikana, Söruh Palin, „maður á mann“ - þ.e. í körfubolta.

Obama, sem nýtur hvert tækifæri sem gefst til að spila körfubolta á milli kosningafunda, segist hins vegar ekki vera reiðubúinn að keppa við Palin í skotfimi, en hún er þaulvanur veiðimaður.

„Hún lítur út fyrir að geta eitthvað; hún spilaði í framhaldsskóla,“ sagði Obama um körfuboltahæfileika Palins, er hann var gestur í þættinum This Week, sem er sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC.

„Ég veit að hún er góð skytta, og ég veit að ég myndi að öllum líkindum ekki fara með henni á skotsvæðið til að æfa skotfimina,“ sagði Obama og bætti við: „Ég held að hún sé betri skytta en ég. En ég held að ég ætti góðan möguleika á körfuboltavellinum hins vegar.“

Þess má geta að Palin fékk viðurnefnið „Sarah Barracuda“ í framhaldsskóla vegna frammistöðu sinnar með körfuboltaliði skólans.

Sarah Palin þykir vera góð skytta, þ.e. með byssu, en …
Sarah Palin þykir vera góð skytta, þ.e. með byssu, en hún æfði líka körfubolta, og var kölluð „Sarah Barracuda“ vegna frammistöðu sinnar. Spurning hvort Obama eigi í hættu að vera étinn á vellinum? Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar