Britney kom, sá og sigraði

Britney Spears með fullt fangið af verðlaunum.
Britney Spears með fullt fangið af verðlaunum. Reutrers

Bandaríska poppsöngkonan Britney Spears var í aðalhlutverki á verðlaunahátíð MTV sjónvarpsstöðvarinnar í Los Angeles í gærkvöldi þar sem veitt voru verðlaun fyrir bestu frammistöðuna í myndböndum. Spears fór heim þrenn verðlaun, þar á meðal fyrir myndband ársins.

Spears virtist á tímabili vera kominn í hundana. Á sömu verðlaunahátíð fyrir ári flutti hún lag og fékk hörmulega dóma fyrir flutninginn. Hún hefur síðan misst forræði yfir börnum sínum og verið svipt fjárhagslegu sjálfræði vegna lyfjaneyslu og einkennilegrar hegðunar.

Söngkonan virðist hins vegar tekið sig verulega á og leit vel út þegar hún tók við verðlaunum fyrir besta flutning konu í myndbandi, besta poppmyndbandið og myndband ársins, allt fyrir lagið Piece of Me þar sem hún skýtur föstum skotum á ljósmyndarana, sem fylgja henni hvert fótmál.

Þetta er í fyrsta skipti, sem Spears fær verðlaun á myndbandahátíð MTV en hún hefur verið tilnefnd 16 sinnum.  Spears, sem er 26 ára, varð stórstjarna árið 1998 þegar hún flutti lag sitt  Baby One More Time.

Aðrir verðlaunahafar á hátíðinni í nótt voru Chris Brown, sem þótti besti karlsöngvarinn í myndbandinu With You, Linkin Park sem átti besta rokkmyndbandið, Shadow of the Day. Lil Wayne sem átti besta rappmyndbandið, Lollipop. The Pussycat Dolls þóttu dansa best í myndbandinu When I Grow Up; og Tokio Hotel var besti nýliðinn.

Félagarnir í Tokio Hotel voru valdir bestu nýliðarnir.
Félagarnir í Tokio Hotel voru valdir bestu nýliðarnir. PReuters
Chris Brown var valinn besti söngvarinn.
Chris Brown var valinn besti söngvarinn. Reuters
Körfuboltamaðurinn Kobe Bryant afhenti Britney ein verðlaunin.
Körfuboltamaðurinn Kobe Bryant afhenti Britney ein verðlaunin. Reuters
Paris Hilton var meðal þeirra sem afhentu verðlaun.
Paris Hilton var meðal þeirra sem afhentu verðlaun. Reuters
Kid Rock söng All Summer Long á hátíðinni.
Kid Rock söng All Summer Long á hátíðinni. Reuters
Christina Aguilera var meðal þeirra sem skemmtu á verðlaunahátíðinni.
Christina Aguilera var meðal þeirra sem skemmtu á verðlaunahátíðinni. Reuters
Shia LaBeouf og Slash veittu verðlaun.
Shia LaBeouf og Slash veittu verðlaun. Reuters
Leikkonan Lindsay Lohan stillir sér upp með Brad Grey, forstjóra …
Leikkonan Lindsay Lohan stillir sér upp með Brad Grey, forstjóra Paramount Pictures. Reuters
Félagarnir í Slipknot voru frekar skrautlegir.
Félagarnir í Slipknot voru frekar skrautlegir. Reuters
Söngkonurnar Katy Perry og Miley Cyrus voru í stuði.
Söngkonurnar Katy Perry og Miley Cyrus voru í stuði. Reuters
Það fór ekki á milli mála að Ashlee Simpson á …
Það fór ekki á milli mála að Ashlee Simpson á von á barni. Reuters
Rihanna flutti lag á hátíðinni.
Rihanna flutti lag á hátíðinni. Reuters
Breski æringinn Russell Brand var kynnir.
Breski æringinn Russell Brand var kynnir. Reuters
Söngkonan Pink kemur á hátíðina.
Söngkonan Pink kemur á hátíðina. Reuters
Slúðurbloggarinn Perez Hilton lét sig ekki vanta.
Slúðurbloggarinn Perez Hilton lét sig ekki vanta. Reuters
Ísraelska fyrirsætan Bar Refaeli stillir sér upp fyrir ljósmyndara.
Ísraelska fyrirsætan Bar Refaeli stillir sér upp fyrir ljósmyndara. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka