Enginn samningur um James Bond í Sambíóum

Daniel Craig leikur James Bond í Quantum of Solace
Daniel Craig leikur James Bond í Quantum of Solace HO

Sena og Sambíóin hafa ekki náð neinu samkomulagi um sýningu á nýjustu James Bond myndinni, Quantum of Solace, í nýju kvikmyndahúsi Sam-Bíóanna í Grafarholti, að því er segir í tilkynningu frá Senu, umboðs- og dreifingaraðila allra James Bond kvikmyndanna.

„Mikið hefur borið á fréttum af væntanlegri frumsýningu á nýjustu James Bond myndinni, Quantum of Solace, í nýju kvikmyndahúsi Sam-Bíóanna í Grafarholti. Í tilefni þessa vill Sena senda frá sér eftirfarandi tilkynningu.
 
Sena og Sam-Bíóin hafa ekki náð neinu samkomulagi um sýningu á ofangreindri mynd og er allt tal um slíkt algjörlega úr lausu lofti gripið.  Sena er umboðs- og dreifingaraðili allra James Bond myndanna sem framleiddar hafa verið fyrr og síðar og er sú nýjasta engin undantekning þar á.

Við getum aftur á móti staðfest að Quantum of Solace verður frumsýnd 7. nóvember n.k. í Smárabíói, Laugarásbíói, Háskólabíói, Regnboganum og Borgarbíói Akureyri. Ef aðrir sýningastaðir verða ákveðnir mun Sena láta vita af því þegar þar að kemur, þangað til óskum við eftir því að álíka fréttir og verið hafa upp á síðkastið verði bornar undir okkur áður en fjölmiðlar birta slíkt," að því er segir í tilkynningu frá Senu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar