Kvikmyndaleikstjóranum Woody Allen var gríðarlega vel fagnað að lokinni frumsýningu á óperunni Gianni Schicchi í Los Angeles um helgina en óperan er fyrsta óperan sem Allen leikstýrir. Það vakti hins vegar athygli að Allen steig ekki á svið að sýningunni lokinni. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.