Feimnin hrjáir enn Woody Allen

Woody Allen með eiginkonu sinni Soon-Yi Previn
Woody Allen með eiginkonu sinni Soon-Yi Previn Reuters

Kvikmyndaleikstjóranum Woody Allen var gríðarlega vel fagnað að lokinni frumsýningu á óperunni Gianni Schicchi  í Los Angeles um helgina en óperan er fyrsta óperan sem Allen leikstýrir. Það vakti hins vegar athygli að Allen steig ekki á svið að sýningunni lokinni. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Talsmenn óperuhússins Dorothy Chandler Pavilion segja ástæðuna einfaldlega hafa verið þá að hann hafi verið of feiminn til að stíga á svið.Í sýningunni setur Allen óperuna í umgjörð gamallar ítalskrar bíómyndar og hafa gagnrýnendur hlaðið útfærslu hans lofi. Segja þeir sýninguna m.a. einkennast af því hversu næmt auga Allen hafi fyrir smáatriðum en að það sé atriði sem marga leikstjóra í óperuheiminum vanti.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir