Noel Gallagher hrint á sviði

Noel Gallagher.
Noel Gallagher. Reuters

Noel Gallagher, gítarleikari bresku hljómsveitarinnar Oasis, fékk heldur betur fyrir ferðina þegar hljómsveitin var að leika á V-tónlistarhátíðinni í Toronto. Áhorfandi komst upp á sviðið, hljóp að Noel, sem var að leika á gítarinn, og hrinti honum hraustlega þannig að hann lá í jörðinni.

Öryggisverðir þustu að manninum og drógu hann af sviðinu. Þá urðu þeir að halda aftur af Liam Gallagher, söngvara Oasis og yngri bróður Noels, en kappinn ætlaði í manninn.

Í framhaldinu gekk hljómsveitin af sviðinu, en nokkrum mínútum síðar héldu tónleikarnir áfram.

Einn aðdáenda Oasis náði atvikinu á myndband sem sjá má hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar