Oprah vill ekki Söruh Palin í þátt sinn

John McCain og Sarah Ðalin
John McCain og Sarah Ðalin Reuters

Oprah Winfrey, sjónvarpsþáttastjórnandinn vinsæli, hefur valdið talsverðu uppnámi í Bandaríkjunum fyrir að hafna því að fá varaforsetaefni repúblikana, Söruh Palin, ríkisstjóra í Alaska, í viðtal í þátt sinn.

Winfrey, sem gengið hefur fram fyrir skjöldu í stuðningi sínum við Barack Obama, hefur verið undir þrýstingi frá hægri sinnuðum dálkahöfundum og flokkssprautum, sem halda því fram að Sarah Palin sé upplagt viðtalsefni þætti Oprah sem hefur gífurlegt áhorf meðal kvenna. Slíkt viðtal þætti mikill hvalreki fyrir framboð John McCain og Palin,

Winfrey hefur brugðist hart við orðrómi á hægri sinnuðum miðlum of vefsíðum á borð við Drudge Report sem hefur haldið því fram að starfslið þáttar hennar hafi klofnað í afstöðu sinni til þess að Sarah Palin kæmi í þáttinn og lýst honum sem rakalausum ósannindum. „Þegar ég ákvað í fyrsta sinn að taka opinberlega afstöðu með einum frambjóðanda ákvað ég um leið að nota ekki þátt minn sem vettvang fyrir neinn frambjóðanda,“ segði Oprah Winfrey í yfirlýsingu.

Ýmsir stjórnmálaskýrendur gera að því skóna að umfjöllunin sem birtist í Drudge Report - sem á sínum tíma varð fyrstur miðla með fréttir af Monica Lewinsky hneykslinu - sé til þess ætluð að draga úr áhrifamætti stuðnings Oprah við Obama og gefa til kynna hlutdrægni helstu miðla vestra gagnvart repúblikönum.

Oprah Winfrey hafnar því með öllu að nokkur klofningur sé í röðum starfsliðs hennar og ekkert hafi komið til umræðu að fá Söruh Palin sem viðmælanda í þættinum.

„Ég er sammála því að Sarah Palin væri frábært viðtalsefni, og það væri mér mjög kærkomið að fá hana í þáttinn þegar kosningabaráttan er að baki,“ segir Oprah.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir