Hafi Russell Brand ætlað að koma sér á kortið í Bandaríkjunum, bendir allt til þess að hann hafi náð því markmiði sínu með því að henda því fram á MTV-verðlaunahátíðinni að Bush Bandaríkjaforseti væri „vangefinn kúreki“.
Þessi breski skemmtikraftur, sem er nánast óþekktur í Bandaríkjunum, kom tónlistarelítunni í opna skjöldu í kynningu sinni með því að reka ómengaðan áróður fyrir Barack Obama, hjóla í Georg Bush og gera heldur meinlegt grín að kristilegu popp-sveitinni Jonas Brothers.
Brand lét sér fátt finnast um alþekkta þjóðrembu Bandaríkjamanna þegar hann lagði að áheyrendum að þeir skyldu að kjósa Barack Obama „fyrir hönd heimsins," jafnframt því að láta þá vita að Bandaríkin væru jafnvel með lélegri viðmið heldur en Bretar þegar kæmi að því að velja sér leiðtoga.
„Sumir, ég held þeir séu kallaðir kynþáttahatarar, segir að Bandaríkin séu ekki tilbúin fyrir svartan forseta,“ sagði hann. „En ég veit að Bandaríkin eru framsækið land því af hverju hefðu þið ella látið þennan vanvita og kúreka vera forseta í 8 ár?“
„Okkur þykir til um þetta,“ bætti hann við. „Okkur finnst fallegt af ykkur að hafa leyft honum að spreyta sig, því að heima á Englandi hefði honum ekki einu sinni verið treyst fyrir skærum.“
Áhorfendur í salnum, þeirra á meðal Britney Spears sem var ætlað að eiga þetta kvöld, horfðu í forundran og skelfingu á Brand reita af sér miður smekklega brandarana.
Undirtekirnar voru líka misjafnar í fjölmiðlum sem og í pósti til MTV stöðvarinnar. LA Times sagði t.d., að verðlaunahátíðinni hefði átt að tákna uppristu Britney Spears. „Í staðinn verður hennar minnst sem kvöldsins þegar þessi enski náungi úr Forgetting Sarah Marshall var nærri búinn að fá Jonas Brothers til að skæla.“