Valdís með aðra mynd í pípunum

„Ég er búin að tékka mig út og sest út á götu með kaffið mitt,“ segir Valdís Óskarsdóttir, leikstjóri og klippari, stödd í Toronto þegar blaðamaður hringir í hana. Sveitabrúðkaup, fyrsta kvikmyndin sem Valdís leikstýrir, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni frægu þar í borg, TIFF, fimmtudagskvöldið sl. og voru viðtökur góðar, að sögn Valdísar. Fólk hafi hlegið mikið, „ó-að“ og „æ-að“, „ó-in“ þó öllu fleiri á frumsýningunni í Toronto en Reykjavík.

„Alveg ljómandi góðar, miklu betri en ég nokkurn tíma bjóst við,“ segir Valdís um viðtökurnar úti. „Salurinn ó-aði og æ-aði, eitthvað var ekki alveg eins og mönnum fannst að það ætti að vera,“ segir Valdís hlæjandi. Íslendingar hafi líklega ó-að inn í sig. „Það var meiri þátttaka í myndinni hér.“

Hvað tekur svo við, á að leikstýra annarri mynd?

„Ég myndi nú ekki segja að ég ætlaði að leikstýra annarri mynd, ég myndi segja að ég ætlaði að vinna með hópi af leikurum aftur í annarri mynd,“ svarar Valdís. Hvaða leikarar það verða segir hún ekki ljóst en mögulega verði í hópnum einhverjir þerra sem léku í Sveitabrúðkaupi. „Hugmynd að myndinni er komin,“ segir Valdís og hún vilji gjarnan vinna hana með svipuðum hætti og hún vann Sveitabrúðkaup. Spuni verði því hluti af vinnuferlinu.

„Ég er nú fyrst og fremst klippari,“ segir Valdís, spurð hvort henni líki við leikstjórastólinn. „Ég vil meina það að leikstjórar séu ofmetnir,“ bætir hún við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir