„Verulega vond Disney-mynd“

Matt Damon.
Matt Damon. Reuters

Bandaríski leikarinn Matt Damon segir að útnefning John McCain á Söruh Palin sem varaforsetaefni flokksins gæti endað eins og „verulega vond Disney-mynd“, verði McCain kjörinn næsti forseti Bandaríkjanna í nóvember.

„Reiknið þetta bara sjálf út, en líkurnar eru einn á móti þremur - ef ekki meiri - að McCain muni ekki lifa út fyrsta kjörtímabilið. Og þá tekur Palin við sem forseti,“ segir Damon, sem er nú staddur á kvikmyndahátíðinni í Toronto til að kynna góðgerðarsamtökin ONEXONE.

„Þetta er eins og verulega vond Disney-mynd, „Hokkí-mamman.“ Ó, ég er bara hokkí-mamma frá Alaska, og hún er forseti,“ segir Damon. „Hún á að kljást við Vladimír Pútín og notar til þess allt það alþýðlega sem hún lærði við íshokkí-svæðið. Þetta er fáránlegt.“

Damon segir að bandarískur almenningur verði að fá að vita meira um skoðanir hennar á sköpunarsögunni og ritskoðun.

Talsmaður Palin segir ummæli Damons ekki vera neitt annan en uppnefni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir